Tekjur af eftirlitsgjaldi munu aukast um 26%

Árið 2018 er ráðgert að meðal launakostnaður Fjármálaeftirlitsins á hvern …
Árið 2018 er ráðgert að meðal launakostnaður Fjármálaeftirlitsins á hvern starfsmann verði um 1,3 milljónir króna á mánuði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tekjur Fjármálaeftirlitsins af eftirlitsgjaldi munu aukast um 26% á milli ára og verður tæplega 2,2 milljarðar króna í ár, samkvæmt nýbirtri rekstraráætlun fyrir árið 2018.

Á næstu fimm árum mun eftirlitsgjaldið hækka að meðaltali um 4,4% á ári og verður 2,7 milljarðar króna árið 2022. Þetta kemur fram í rekstraráætlun 2018 sem birt var á vef FME í gær.

Árið 2018 mun stofnunin innheimta í fyrsta skipti 50 milljónir króna í sérstakt eftirlitsgjald BRRD  hjá bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum vegna tilskipunar Evrópusambandsins. Markmið hennar er að standa vörð um fjármálastöðugleika, draga úr tjóni vegna áfalla í rekstri fjármálafyrirtækja, auka vernd innstæðueigenda og koma í veg fyrir að áföll í rekstri fyrirtækjanna lendi á skattgreiðendum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK