Ferðaþjónusta væntir 4% vaxtar í fjárfestingum

Flutningar og ferðaþjónusta munu fjárfesta langsamlega mest í ár.
Flutningar og ferðaþjónusta munu fjárfesta langsamlega mest í ár. mbl.is/Ómar

Stjórnendur flutninga- og ferðaþjónustufyrirtækja vænta þess að fjárfesting þeirra aukist um rúm 4% í ár en samkvæmt könnun í vor bjuggust þeir við að aukningin yrði 18%. Sá atvinnuvegur mun fjárfesta langsamlega mest í ár eða um 48% af heildinni. Talið er að sú fjárfesting muni nema 46 milljörðum króna í ár. Þetta kemur fram í fjárfestingarkönnun Seðlabankans sem sagt er frá í nýútkomnum Peningamálum.

Umrædd fjárfestingarkönnun Seðlabankans sýnir eins og vorkönnunin að á heildina litið gera fyrirtæki ráð fyrir svipuðum útgjöldum til fjárfestingar í ár og í fyrra. Aukningin verður hlutfallslega mest í fjármála- og tryggingastarfsemi á árinu eða um 42% og iðnaði er búst við um 9% vexti á milli ára. En könnunin bendir til minnkandi fjárfestingar í öðrum greinum. Reiknað er með að fjárfestingar atvinnulífsins nemi 100,3 milljörðum króna í ár og dragist saman um 1% á milli ára. Í vor var hins vegar reiknað með 2% vexti.

„Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að fyrirtæki í ferðaþjónustu staldri aðeins við,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK