Útilokar ekki að United Silicon verði sett í þrot

Höskuldur H. Ólafsson bankastjór Arion banka segir að eftir á …
Höskuldur H. Ólafsson bankastjór Arion banka segir að eftir á að hyggja hafi verið rangt af bankanum að lána til United Silicon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bankastjóri Arion banka útilokar ekki að United Silicon verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.

Áður hefur komið fram að bankinn hafi þegar afskrifað 4,8 milljarða vegna fyrirtækisins. „Þetta er stórt tap þannig að útaf fyrir sig getum við sagt að það hafi verið rangt að lána í þetta verkefni,“ sagði Höskuldur. 

Arion banki lánaði United Silicon rúma 8 milljarða króna og hefur leyst til sín veð í formi hlutafjár og á nú tvo þriðju í félaginu sem er í greiðslustöðvun.

Kom fram í fréttinni að RÚV hafi heimildir fyrir því að það taki nokkra mánuði að koma verksmiðjunni í viðunandi stand svo framleiðsla geti hafist. Eru um 65 starfsmenn á launaskrá í dag, en tekjurnar eru engar.

„Það er ekkert útilokað að félagið fari þá bara í þrot og bankinn gangi þá að sínum kröfum. Verksmiðjan var sett í gang ókláruð og það er ljóst að það þarf að setja verulega fjármuni í hana til að geta klárað hana. En það getur vel verið ábatasamt fyrir einhvern að gera það og þá getur verksmiðjan farið að skapa þau verðmæti sem til stóð í upphafi.“

 Arion banki ábyrgist reksturinn  á greiðslustöðvunartímanum sem er til 4. desember. 

Haft var eftir Höskuldi í afkomutilkynningu Arion banka, sem mbl.is greindi frá í gær að áfram verði unnið að því að koma starf­semi verk­smiðju United Silicon í gott horf í sátt við sam­fé­lagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK