Ríkinu gert að endurgreiða 355 milljónir

Íslenska ríkið var í dag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að endurgreiða þremur fyrirtækjum samtals 355 milljónir króna í oftekin gjöld. Niðurstaða héraðsdóms var að útboðsgjald, sem ríkið innheimtir fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum, sé ólögmætt.

Í umfjöllun á heimasíðu Félags atvinnurekenda segir að breytingar, sem gerðar hafa verið á búvörulögum, dugi því ekki að mati héraðsdóms til að koma á lögmætu fyrirkomulagi úthlutunar tollkvóta.

Fyrirtækin sem um ræðir eru Sælkeradreifing, Innnes og Hagar. Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur dæmdi ríkið til að endurgreiða fyrirtækjunum þremur útboðsgjald vegna þess að það var sagt vera skattur og Alþingi mætti samkvæmt stjórnarskránni ekki framselja landbúnaðarráðherra val um það hvort skattur væri lagður á eða ekki. 

„Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik.

Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK