Soros gefur 80% af auðæfum sínum

Bandaríski kaupsýslumaðurinn George Soros er einskonar tákn fyrir vogunarsjóði.
Bandaríski kaupsýslumaðurinn George Soros er einskonar tákn fyrir vogunarsjóði.

Milljarðamæringurinn George Soros hefur sett 18 milljarða Bandaríkjadala, jafngildi 1.900 milljarða króna, í samtök sín Open Society Foundations. Fyrir tilfærsluna voru eignir Soros metnar á 23 milljarða dala og hefur Soros því látið af hendi um 80% af auðæfum sínum. 

Starfsemi samtakanna nær til fleiri en 100 þjóða og snýr að aðstoð við flóttafólk, menntun og frjálsri fjölmiðlun svo fátt sé nefnt. Þau voru stofnuð af Soros sjálfum árið 1984 í samstarfi við Ungversku vísindaakademíuna en hann á ættir sínar að rekja til Ungverjalands. 

Soros varð þekktur sem „maðurinn sem knésetti Englandsbanka“ eftir að hafa hagnast um 1 milljarð Bandaríkjadala á skortsölu á breska pundinu. Greint er frá málinu á fréttavef The Wall Street Journal

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK