Hækkunin snýr hagnaði í tap úti á landi

Gististaðir úti á landi horfa fram á taprekstur verði virðisaukaskattþrep fyrirtækja í ferðaþjónustu fært upp í almennt þrep eins og boðað var í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018. 

Þetta kemur fram í greinargerð sem KPMG vann fyrir Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) um möguleg áhrif af fyrirhuguðum breytingum á lögum um virðisaukaskatt. Var greinargerðin kynnt á opnum fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun. 

Í greinargerðinni eru rekstrarskilyrði fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem verðleggja þjónustu sína í erlendum gjaldmiðlum, sögð hafa breyst til hins verra á síðustu árum vegna gengislækkunar evrunnar og hækkunar launavísitölu um 20%. Til að mynda hafi afkoma hópbílafyrirtækja lækkað verulega milli áranna 2015 og 2016 vegna þessara þátta. 

Þá er EBITDA-framlegð gististaða á landsbyggðinni metin mun lakari en á höfuðborgarsvæðinu, sem og meðalverð á herbergi og herbergjanýting. 

„Ef gististaðir úti á landi þyrftu að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts úr 11% í 22,5% myndi það leiða til mikils taprekstrar. Afkoma hjá hótelum á höfuðborgarsvæðinu myndi verða því sem næst 0 að meðaltali.“

Einnig kemur fram að hækkun virðisaukaskatts á gistingu muni bæta samkeppnisstðu óskráðrar gistingar þar sem hvorki sé staðið skil á virðisaukaskatti né öðrum lögboðnum gjöldum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK