Fasteignauppbygging orðin vel arðbær

Dregið hefur í sundur með raunverði fasteigna og byggingarkostnaði. Þá …
Dregið hefur í sundur með raunverði fasteigna og byggingarkostnaði. Þá hafa laun ekki heldur fylgt raunverði fasteigna. Í slíku ástandi segir Harpa að verktakar ættu að sjá mikinn hag í að byggja íbúðir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Dregið hefur í sundur með raunverði fasteigna og byggingarkostnaði á síðustu misserum þannig að það er orðið vel arðbært fyrir verktaka að byggja upp fasteignir.Helsti flöskuhálsinn er þó eftir sem áður skortur á starfsfólki, þar sem töluverður fjöldi þeirra sem starfa í byggingageiranum vinna við uppbyggingu hótela. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Hörpu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, á fundi í bankanum í dag.

Í nýju riti af Fjármálastöðugleika sem bankinn gaf út má sjá að síðasta árið hefur dregið nokkuð í sundur með þessum breytum á þann veg að raunverð fasteigna hefur hækkað talsvert umfram þróun á byggingarkostnaði.

„Raunverð er búið að ná hæstu hæðum,“ sagði Harpa og bætti við að það væri komið upp fyrir raunverðið árið 2007. Hækkandi byggingarkostnaður og hærri laun í landinu hefðu valdið því að slík þróun væri eðlileg. Nú væru hækkun launa hins vegar ekki jafn hröð og hækkun fasteignaverðs og því væri ástæða til að fylgjast vel með framvindu mála og hvort að slík þróun gæti haft áhrif á fjármálastöðugleika almennt. Fari almenningur að auka verulega lántöku til að kaupa íbúðir í þessu ástandi gæti það haft neikvæð slík áhrif að sögn Hörpu.

Graf/Seðlabanki Íslands
Graf/Seðlabanki Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK