Heilbrigðis- og umhverfismál í sænsku fjárlögunum

Stefan Lofven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Lofven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Heilbrigðismálin eru áberandi í fjárlögum Svíþjóðar fyrir næsta ár en mjög hefur verið rætt um vandamál sem þar hafa komið upp. Má þar nefna lokun á fæðingardeildum í norðurhluta landsins. Alls verður um 4,7 milljarða sænskra króna, 63 milljarðar íslenskra króna, varið í heilbrigðismálin á næsta ári. Jafnframt verður einn milljarður sænskra króna settur í að bæta fæðingardeildir á sjúkrahúsum landsins. Um er að ræða einn milljarð á ári frá 2018 til 2022.

600 milljónir sænskra króna, sem svarar til átta milljarða íslenskra króna, verður varið til geðheilbrigðismála á næsta ári auk þess sem aukið fé verður sett í krabbameinsrannsóknir.

Lífeyrisþegar munu njóta skattaívilnana sem eru metnar á 4,4 milljarða sænskra króna á næsta ári. Þeir sem fá 17 þúsund sænskar krónur (227 þúsund íslenskar krónur) í lífeyri á mánuði munu sjá skatta sína lækka um 400 krónur á mánuði. Auk þess sem aðrir liðir munu hækka um 470 krónur eða alls 870 krónur á mánuði. Það svarar til 12 þúsund íslenskra króna.

Eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar - um að jafna hlut landsbyggðarinnar skilar sér í fjárlagafrumvarpið. Meðal annars verða 253 milljónir sænskra króna settar í að skapa græn störf víða um land. 410 milljónir fara í nýsköpun á landsbyggðinni og 253 milljónir í uppbyggingu innviða.

Skólastyrkir verða hækkaðir á næsta ári eða um 300 sænskar krónur á mánuði. 1,5 milljarða sænskra króna viðbótarframlag verður sett í skólakerfið á næsta ári. 300 milljónir í sundkennslu barna en mjög hefur skort upp á sundkunnáttu barna sem þar hafa sest að. 150 milljónum sænskra króna verður varið í kennaramenntun - það er gera námið sveigjanlegra og þar af leiðindi reynt að fá fleiri til þess að leggja stund á kennaranám.

Fimm milljarðar sænskra króna renna í málefni tengd loftlagsmálum og baráttunni við loftslagsbreytingar. 600 milljónir sænskra króna fara í hreinsun sjávar og eins verður sett fjármagn í sólarorku og fjölgun hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla.

Hér er hægt að fylgjast með kynningu á fjárlagafrumvarpi næsta árs í Svíþjóð

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK