Rolling Stone sett á sölu

Rolling Stone hefur birst á prenti í 50 ár.
Rolling Stone hefur birst á prenti í 50 ár. AFP

Wenner Media, útgefandi tímaritsins Rolling Stone, hefur tilkynnt að ráðandi hlutur í tímaritinu sé til sölu. Rolling Stone hefur horft upp á samdrátt í lestri eftir því sem útgáfa hefur í síauknum mæli færst á netið og hefur Wenner Media nú þegar selt tímaritin Us Weekly og Men's Journal.

Þrátt fyrir það segir í tilkynningunni að Rolling Stone nái enn til 60 milljóna lesenda í hverjum mánuði og að staða þess á netinu og samfélagsmiðlum sé að styrkjast.

Rolling Stone var stofnað í San Fransiskó fyrir 50 árum af Jan Wenner ásamt tónlistargagnrýnandanum Ralph Gleason. Tímaritið hefur verið undir stjórn Wenner gegnum fyrirtækið Wenner Media síðan þá. Það er þekkt fyrir umfjöllun um tónlist og dægurmenningu en einnig er fjallað um samtímastjórnmál. 

Greint er frá tilkynningunni á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC en þar kemur ekki fram hvort að viðræður séu hafnar við væntanlega kaupendur.

Fyrir ári síðan keypti BandLab Technologies frá Singapúr 49% hlut í Rolling Stone. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK