Angry Birds á hlutabréfamarkað

Angry Birds hef­ur notið gíf­ur­legra vin­sælda um all­an heim.
Angry Birds hef­ur notið gíf­ur­legra vin­sælda um all­an heim. AFP

Finnska tölvuleikjafyrirtækið Rovio, sem hannaði tölvuleikinn Angry Birds, stendur fyrir hlutafjárútboði í dag á hlutabréfamarkaðinum í Helsinki. Er fyrirtækið verðmetið á tæpa 115 milljarða íslenskra króna samkvæmt útboðsgenginu. 

Seldir verða 37 milljónir hluta á verðbilinu 10,25 til 11,50. Einnig vonast fyrirtækið til þess að safna 3,8 milljörðum króna með útgáfu nýrra hluta. 

Eftir sölusamdrátt og tap árið 2015 var ráðist í útvíkkun á rekstrinum. Kvikmynd byggð á tölvuleiknum kom út árið 2016 og halaði inn 37,5 milljörðum króna á heimsvísu. Þá rekur Rovio skemmtigarða í nokkrum löndum og sér um útgáfu fjölda bóka um fuglana. 

Tekjur fyrirtækisins jukust um 94% á fyrsta helmingi þessa árs samanborið við sama helming á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK