Miklar hreyfingar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur lækkað eftir að ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið.
Gengi hlutabréfa hefur lækkað eftir að ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Talsverðar hreyfingar hafa verið í Kauphöll Íslands í morgun og nemur veltan það sem af er degi tæplega 3,7 milljörðum króna. Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð. HB Grandi hefur lækkað mest eða um 4,53% en þar á eftir koma Hagar sem hafa lækkað um 3,38% og síðan Vodafone sem hafa lækkað um 3,38%. Um 10 leytið hafði Eik fasteignafélag lækkað mest en sú lækkun hefur gengið að mestu til baka en félagið hefur lækkað um 1,88%. 

Mestu viðskipti dagsins eru með hlutabréf í Marel sem hefur lækkað um 2,31% en velta með hlutabréfin nemur tæpum 750 milljónum króna þegar þetta er ritað. Þar á eftir koma Reitir sem hafa lækkað um 2,48% en velta með hlutabréf Reita nemur rúmum 330 milljónum króna.  

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,29% og stendur nú í 1.669,99 en um 10 leytið í morgun fór hún niður í 1.653,19 og hafði lækkað um 3,29%. 

Frétt mbl.is: Allt rautt í Kaup­höll­inni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK