Attestor Capital LLP hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka

FME hefur metið Attestor Capital LLP og tengda aðila hæfa …
FME hefur metið Attestor Capital LLP og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjármálaeftirlitið hefur metið Attestor Capital LLP og tengda aðila hæfa til að fara með virka eignarhlut í Arion banka hf. Eftirlitið tilkynnti í Attestor Capital í gær, fimmtudag, að þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut sem nemur allt að 20%, þar með talið dótturfélögunum Stefni hf., Valitor hf., Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf. 

Við mat FME á hæfi Attestor Capila lagði stofnunin mat á hæfi írska fjárfestingafélagsins Trinity Investments DAC til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka með beinni hlutdeild. Trinity Investments DAC fer nú með 9,99% hlut í Arion banka auk þess sem félagið fer með um 4,7% hlut í Kaupþingi ehf., eða sem nemur um 2,7% óbeinum hlut í bankanum. 

FME lagði mat á hæfi fyrirtækjanna Attestor Capital LLP., Attestor Services Ltd., Attestor Capital Ltd., Attestor Value Master Fund LP og Wimington Trust SP Services sem og Jan-Christoph Peters eiganda í Attestor Capital Ltd. 

Attestor Capital LLP stýrir fjárfestingum og eignum Trinity Investments DAC og Attestor Value Master Fund LP. Félagið stundar sérhæfða sjóðastýringu í Bretlandi samkvæmt leyfi og undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins. Attestor Services Ltd. er með skráð aðsetur í Bretlandi fer með yfirráð í Attestor Capital LLP. Attestor Capital Ltd. er með skráð aðsetur á Caymaneyjum og fer með yfirráð í Attestor Services Ltd. Attestor Value Master Fund LP sem er sjóður með skráð aðsetur á Caymaneyjum og fjármagnar Trinity Investments DAC. Sjóðfélagar hans eru að stærstum hluta bandarískir styrktar- og fjölskyldusjóðir. Wilmington Trust SP Services (Dublin) Ltd. sem er írskt vörslufyrirtæki og heldur á öllu útgefnu hlutafé Trinity Investments DAC.

Mat Fjármálaeftirlitsins grundvallaðist á tilkynningu Attestor Capital LLP og tengdra aðila til að fara með allt að 20% virkan eignarhlut í Arion banka hf., fylgiskjölum hennar og öðrum upplýsingum sem stofnunin aflaði frá aðilunum. Matið byggði einnig á upplýsingum sem stofnunin aflaði frá erlendum fjármálaeftirlitum, þ.m.t. Evrópska seðlabankanum en Attestor Capital LLP og tengdir aðilar hafa verið metnir hæfir af bankanum til að fara með virkan eignarhlut í austurrískri lánastofnun.

Við matið var sérstaklega horft til þess að Arion banki hf. telst kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs. Með hliðsjón af því kannaði Fjármálaeftirlitið sérstaklega getu Attestor Capital LLP og tengdra aðila til að styðja fjárhagslega við bankann við sérstakar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK