Hagnaðist um 237 milljónir króna

Ljósmynd/Nýherji

Heildarhagnaður Nýherja á fyrri helmingi þessa árs var 237 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Eiginfjárhlutfall var 43,8% við lok annars ársfjórðungs en var 39,7% í lok mars.

Sala á vöru og þjónustu nam rúmum 3,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, sem þýðir 4,9% tekjusamdráttur sama tímabili í fyrra, og rúmum 7,6 milljörðum króna á fyrri árshelmingi sem þýðir 6,7% tekjuaukning miðað við fyrri helming síðasta árs.

Framlegð nam 904 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi og tæpum 1,9 milljörðum króna á fyrri árshelmingi 2017. EBITDA nam 211 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi og 453 milljónum króna á fyrri árshelmingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK