„Milljón leiðir til að búa til skíði“

Dagur Óskar heldur á frumgerðinni.
Dagur Óskar heldur á frumgerðinni. Ljósmynd/N4

Dagur Óskarsson vöruhönnuður á Þverá í Skíðadal hefur hannað skíði og er fyrsta parið reiðubúið til notkunar. Hann smíðaði parið úr birki úr Vaglaskógi og stefnir á að hefja framleiðslu. 

Fyrst var greint frá smíðum Dags á fréttavef N4 og verður rætt við hann í þættinum Að norðan á N4 á morgun

„Að mér vitandi er ég eini skíðasmiðurinn sem starfar á Íslandi,“ segir Dagur en hann þekkir til Íslendings sem er við sömu iðju úti í Svíþjóð. 

„Þessi hugmynd hefur verið í höfðinu mínu lengi. Hún lá í raun beint við þar sem ég er mikið á skíðum og er vöruhönnuður, og ég spurði sjálfan mig hvers vegna það væri ekki verið að gera þetta á Íslandi,“ segir Dagur og bætir við að erlendis sé töluvert um að skíði séu framleidd á litlum verkstæðum.  

Hverfa aftur til viðarins

Skíðin eru sérstaklega ætluð þeim sem ganga fjöll og skíða niður ótroðnar slóðir. Dagur er viss um að spurn eftir skíðum af þessu tagi sé næg. Annars vegar sé mikill fjöldi manns sem komi norður til að stunda fjallaskíðamennsku og hins vegar sé verið að hverfa aftur til þess að nota við í kjarna skíðanna. 

„Þá varð mér hugsað til birkisins, sem er hægsprottið og harðgert. Fólk hefur ólíkan smekk og það getur verið erfitt að finna réttu skíðin. Þetta fer til dæmis eftir skíðastíl manna, þyngd og hæð. Það eru milljónir leiðir til að búa til skíði.“

Dagur lauk nýlega við smíði á frumgerðinni en næsta skref er að finna fjárfesta í verkefnið og sækja fram. Nafnið nýtilkomið, hann kallar vöruna Skíði skiis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK