Opnuðu íslenska ísbúð í Stavanger

Elín bak við búðarborðið. Úrvalið til fyrirmyndar.
Elín bak við búðarborðið. Úrvalið til fyrirmyndar. Af Facebook-síðu Moogoo

Íslensk ísbúð var opnuð í norsku borginni Stavanger í gær. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og var röð út úr dyrum bæði í gær og í dag. Eigendur ísbúðarinnar, sem heitir MooGoo, eru tvö íslensk pör, þau Elín Jónsdóttir, Daníel Sigurgeirsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Sigurður Rúnar Ragnarsson.

Í samtali við mbl.is segir Sigurður að hann og Guðrún hafi flutt til Stavanger fyrir átta og hálfu ári. „Við sáum strax í byrjun að það yrði mjög góð viðbót við bæinn að opna íslenska ísbúð,“ segir Sigurður. „En það var ekki fyrr en um fyrir einu og hálfu ári síðan sem við og Elín og Daníel byrjuðum að tala um það af alvöru að opna hérna ísbúð.“

Bragðarefurinn vinsælastur

Eins og fyrr segir opnaði búðin í gær og segir Sigurður viðtökurnar hafa verið mjög góðar. „Þetta var langt fram úr væntingum. Við höfum í raun ekkert auglýst okkur nema á Facebook en þetta hefur augljóslega vakið áhuga. Staðarblöðin hérna í Stavanger voru mætt á staðinn áður en það opnaði. Það var síðan röð út úr dyrum hérna í gær og er núna.“

Sigurður segir að ís sé seldur í flestum sjoppum í borginni en að hann komist ekki í návígi það sem er þekkt á Íslandi þegar það kemur að úrvali. Hann segir Moogoo svipaða og íslensku ísbúðirnar en boðið er upp á hluti eins og trúðaís og bragðaref. „Við köllum bragðarefinn MooGoo special hérna og hann er búinn að vera efstur á sölulistanum síðan í gær. Þetta er algjörlega nýtt fyrir Norðmönnum.“

Ísbúðin stendur við Kirkegata 32 í Stavanger.
Ísbúðin stendur við Kirkegata 32 í Stavanger. Af Facebook-síðu Moogoo

Sumir komu þrisvar í gær

Hann segir að í búðina hafi komið margt Íslendinga og eins fólk sem hefur verið á Íslandi sem er búið að hlakka til að koma og smakka. „Sumir komu þrisvar í gær með mismunandi vini sína til að smakka,“ segir Sigurður en æðislegt veður er í Stavanger í dag, 27 stiga hiti og sól. Þá er matarhátíð í borginni og tugþúsundir manna í bænum.

Það þýðir reyndar að það sé nóg að gera hjá Sigurði og Guðrúnu en þau reka veitingahúsið Spiseriet sem er í tónlistarhúsinu í Stavanger. Sigurður er framkvæmdastjóri staðarins síðan í janúar og Guðrún veitingastjóri. „Það gengur rosa vel og núna er allt á suðupunkti í kringum þessa hátíð,“ segir Sigurður.

Bæta í úrvalið í haust

Spurður um framhaldið þegar það kemur að MooGoo segist hann ekki hafa áhyggjur af því að Norðmenn muni hætt að borða ís þegar það kólnar í veðri í haust. „Ísbíllinn keyrir hér um göturnar á veturna á nagladekkjum þannig við erum ekki með miklar áhyggjur. En í haust ætlum við að bæta við úrvalið, hafa hluti eins og nýbakaðar vöfflur með ís og kakó,“ segir hann.

Hér má fylgjast með MooGoo á Facebook.

Sigurður og Guðrún reka nú ísbúðina Moogoo en einnig veitingastaðinn …
Sigurður og Guðrún reka nú ísbúðina Moogoo en einnig veitingastaðinn Spiseriet.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK