Samruni við Lyfju skapar samkeppnisvandamál

Hreinlætis- og snyrtivörumarkaður hefur lítið verið skoðaður áður.
Hreinlætis- og snyrtivörumarkaður hefur lítið verið skoðaður áður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt áformaðan samruna Haga og Lyfju á þeim grundvelli að samruninn hefði hindrað virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða Haga á tilteknum mörkuðum hefði styrkst.

„Þessi ákvörðun er byggð á mjög ítarlegri rannsókn sem hófst í febrúar síðastliðnum. Samruninn tekur til nokkurra markaða, suma þeirra þekkjum við vel eins og dagvörumarkaðinn og lyfjamarkaðinn, en við höfum ekki rannsakað hreinlætis- og snyrtivörumarkaðinn eins ítarlega og við gerðum núna þar sem sá markaður hefur lítið komið til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu áður,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Í niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins segir að samruninn hefði verið til þess fallinn að skapa alvarleg samkeppnisvandamál og hindra þar með virka samkeppni. „Hagar og Lyfja eru mjög nánir og mikilvægir aðilar á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði og samruninn hefði leitt til þess að í raun og veru hefði keppinautur horfið út af markaðnum. Á sumum landsvæðum hefði þá aðeins verið einn keppinautur eftir. Þar að auki hefðu Hagar styrkt markaðsráðandi stöðu sína á dagvörumarkaði,“ segir Páll Gunnar ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK