Despacito mest streymda lag allra tíma

Daddy Yankee og Louis Fonsi í myndbandinu við Despacito.
Daddy Yankee og Louis Fonsi í myndbandinu við Despacito. Skjáskot af Youtube

Lagið Despacito er nú orðið mest streymda lag allra tíma. Spilanirnar á laginu, sem er flutt af þeim Luis Fonsi og Daddy Yankee, eru komnar upp í 4,6 milljarða spilana á þeim sex mánuðum síðan lagið kom fyrst út. Lagið hlaut miklar alþjóðlegar vinsældir eftir að ný útgáfa kom út með söngvaranum Justin Bieber.

Útgáfurnar tvær af Despacito eru komnar með meira en 1,1 milljarð spilana á Spotify og meira en þrjá milljarða spilana á Youtube.

Greint er frá  þessu á vef Business Insider og vitnað í Fonsi sem segir það mikinn heiður að sjá lagið vera orðið mest streymda lag sögunnar.

„Streymi hafa opnað möguleikana fyrir lög sem eru með sérstakan takt, frá öðruvísi menningu og á öðruvísi tungumáli til þess að ná vinsældum um allan heim,“ er haft eftir Fonsi en lagið er sungið á spænsku.

Despacito hefur komist í fyrsta sæti topplista í 35 löndum um allan heim og var í tíu vikur í röð á toppi Billboard-listans. Þá er myndband lagsins það myndband í sögunni sem var fljótast að ná upp í tvo milljarða spilana. Þá er lagið fyrsta lagið sungið á spænsku sem nær fyrsta sæti á topplista Spotify.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK