Kynbundinn launamunur afhjúpaður hjá BBC

Höfuðstöðvar breska ríkisútvarpsins BBC.
Höfuðstöðvar breska ríkisútvarpsins BBC. AFP

Um 230 milljónum króna munar á árstekjum hæst launaða karlmanns breska ríkisútvarpsins BBC og hæst launuðu konunnar. Forstjóri stofnunarinnar segir að það sé hægt að gera betur þegar kemur að launamun kynjanna og kynþátta. 

Breski útvarpsmaðurinn Chris Evans er með hæstu laun starfsmanna breska ríkisútvarpsins en hann þénaði 2,2 milljónir punda á síðasta fjárhagsári eða því sem nemur 295 milljónum íslenskra króna.

Sjónvarpskonan Claudia Winkleman er tekjuhæsta konan hjá BBC en hún þénaði milli 450 og 500 þúsund pund á síðasta fjárhagsári eða því sem nemur 60-67 milljónum íslenskra króna. Íþróttafréttamaðurinn Gary Lineker sem stjórnar þættinum Match of the Day þénaði 1,75 milljónir punda á síðasta fjárhagsári. 

Þetta kemur fram í ársskýrslu BBC en þetta er í fyrsta skipti sem laun þeirra sem þéna meira en 150.000 pund á ári eru birt opinberlega.

Greint er frá skýrslunni á vef BBC. Þar er vitnað í Tony Hall, forstjóra BBC, sem segir að vel sé hægt að „gera meira“ þegar kemur að kynjajafnrétti og fjölbreytni hjá stofnuninni en tölurnar sýna mikinn launamun á körlum og konum.

Þá mátti líka sjá mun á því hversu mikið hvítar stjörnur fá miðað við stjörnur úr minnihlutahópum.

Af þeim karlstarfsmönnum BBC sem koma úr minnihlutahópum voru George Alagiah, Jason Mohammad og Trevor Nelson með hæstu launin en þau voru á bilinu 250 þúsund til 300 þúsund pund. Þegar það kemur að konum úr minnihlutahópum var það fréttakonan Mishal Hussain sem var með hæstu launin eða á bilinu 200 þúsund til 250 þúsund pund.

Yfirhöfuð hlutu 25 karlar hjá BBC meira en 250 þúsund pund eða því sem nemur 33,5 milljónum íslenskra króna í árslaun. Aðeins níu konur komust á sama lista.

Launakóngurinn Chris Evans sagði í morgun í samtali við blaðamenn að það væri alveg eðilegt að birta laun starfsmanna BBC. „Við erum opinbert fyrirtæki að ég held og þess vegna er það líklega rétt og viðeigandi að fólk viti hvað við fáum borgað,“ sagði hann.

Chris Evans er launakóngur BBC.
Chris Evans er launakóngur BBC.
Claudia Winkleman er með hæstu laun kvenna hjá BBC.
Claudia Winkleman er með hæstu laun kvenna hjá BBC. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK