Hlutabréf TM á niðurleið

mbl.is/Eggert

Hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinnar lækkuðu um 2,87% á fyrsta klukkutímanum frá opnun markaða í Kauphöllinni í dag í 57 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa félagsins stendur nú í 31,7 krónum.

Félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í gær þar sem fram kom að búist væri við því að hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi yrði um 530 milljónum krónum minni en gert var ráð fyrir.

Bréf Icelandair Group hafa hækkað um 2,8% frá opnun markaða í 133,7 milljóna króna viðskiptum og bréf HB Granda um 1,4% í 48,6 milljóna króna viðskiptum. Bréf Eimskipa hafa hækkað um 0,9% í 15,3 milljóna króna viðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK