Geta innleyst 809 m.kr. gengishagnað

Ólafur Ólafsson fjárfestir.
Ólafur Ólafsson fjárfestir. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir fjárfestar sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fyrri hluta 2012 geta nú selt fjárfestingarnar, skipt krónunum í evrur og farið af landi brott.

Meðal þeirra sem þetta geta gert er félag í eigu Ólafs Ólafssonar, kaupsýslumanns og aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar, fjárfestis. Fjallað er um málið í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag, sem segir félagið geta innleyst um 809 milljónir króna í gengishagnað miðað við núverandi gengi.

Fjármunirnir eru sagðir verða lausir til ráðstöfunar í lok árs, en félag þeirra Ólafs og Hjörleifs, Arius ehf, er dótturfélag SMT Partners B.V. og á Ólafur 80% þess. Félagið kom með tæpa tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleiðina í lok árs 2012.

Alls eru þeir fjárfestar sem komu með evrur til landsins sagðir geta innleyst rúma 20 milljarða króna í gengishagnað, en árleg ávöxtun er um 14%. Krónuafslátturinn sem fjárfestarnir nutu og styrking krónunnar undanfarin ár skýra þennan mikla hagnað.

Alls komu 1.100 milljónir evra til landsins á grundvelli fjárfestingarleiðarinnar. Þar af var Íslensk erfðagreining stórtækasti þátttakandinn með rúmar 118 milljónir evra, samkvæmt umfjöllun Markaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK