Gagnrýna Audi fyrir auglýsingu

Í auglýsingunni er brúðurin skoðuð af væntanlegri tengdamömmu.
Í auglýsingunni er brúðurin skoðuð af væntanlegri tengdamömmu. Skjáskot af Youtube

Bílaframleiðandinn Audi hefur verið gagnrýndur fyrir auglýsingu sína þar sem það að velja sér bíl er borið saman við það að finna sér eiginkonu. „Mikilvægar ákvarðanir þarf að taka varlega,“ segir í auglýsingunni sem er aðeins sýnd í Kína.

Þúsundir manna hafa gagnrýnt auglýsinguna á netinu en í henni má sjá þegar að kona í sínu eigin brúðkaupi er skoðuð vandlega af væntanlegri tengdamóður sinni, þar sem nef, tennur og eyru eru m.a. könnuð. Talsmaður Audi sagði í samtali við South China Morning Post að samstarfsaðili bílaframleiðandans bæri ábyrgð á auglýsingunni.

Sumir hafa kallað eftir því að fyrirtækið verið sniðgengið en Audi er þriðji stærsti bílaframleiðandi í Kína. Einn kallaði auglýsinguna „hræðilega“ á samfélagsmiðlum og aðrir „ógeðslega“.

„Ég mun aldrei á ævinni kaupa Audi,“ skrifaði einn. Þá var það mat margra að það gæti ekki verið að auglýsingin hafi verið sýnd konu áður en hún fór í loftið. „Var einhver kona sem vann við þessa auglýsingu?“ spurði einn á Weibo.

Í ljósi þess að tengdamóðirin gefur syni sínum leyfi til þess að kvænast konunni hefur auglýsingin skapað umræðu um gildi hjónabandsins.

Þetta er ekki fyrsta auglýsingin til þess að hljóta neikvæðar viðtökur í Kína síðustu misseri. Í fyrra þurfti kínverskt fyrirtæki að biðjast afsökunar á auglýsingu fyrir þvottaefni þar sem mátti sjá svörtum manni troðið inn í þvottavél og koma út sem asískur maður með ljósa húð.

BBC segir frá en auglýsinguna má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK