Fá sérstakan frídag vegna blæðinga

Úr kynningarmyndbandi Culture Machine þar sem blæðingafrídagurinn er kynntur.
Úr kynningarmyndbandi Culture Machine þar sem blæðingafrídagurinn er kynntur. Skjáskot

Tvö indversk fyrirtæki hafa nú kynnt fyrirkomulag sitt um að leyfa kvenkyns starfsmönnum sínum að taka sér einn frídag í mánuði sem svokallaðan „blæðingadag“. Fyrirtækin, Culture Machine og Gozoop, segja þetta gert til þess að ýta undir frekari umræðu um blæðingar kvenna.

Ahmed Aftab Naqvi, framkvæmdastjóri Gozoop, sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu, sagði að það væri „menningarleg viðkvæmni“ á Indlandi sem gerði það erfitt fyrir konur að tala um blæðingar. Þá sagði hún að fullur skilningur ætti að vera gagnvart því að konur fái frí á fyrsta degi blæðinga.  

The Guardian segir frá.

Ekki eru þó allir ánægðir með fyrirkomulagið. Kvensjúkdómalæknirinn Anita Nayar sem starfar í Nýju Delhi sagði það að gefa konum frí út af blæðingum bæði „kjánalegt“ og „afturför“ fyrir indverskar konur.

Sagði hún að í fyrsta lagi fengi meirihluti kvenna enga verki tengda blæðingum og fyrir þær sem fá verki er einfaldlega ekki nóg að fá bara einn frídag.

„Ég skil ekki af hverju konur ættu ekki að geta sagt, án þess að skammast sín, að þær þurfi frí. Það að gefa þeim sjálfkrafa einn frídag í mánuði ýtir undir þessa skömm og heldur málinu í felum. Ég myndi frekar vilja sjá konur biðja opinberlega um frídaga þegar þær eru með slæma túrverki. Það myndi opna á umræðuna,“ segir Nayar.

Culture Machine, hitt fyrirtækið sem hefur tekið upp sérstakan frídag vegna blæðinga, kynnti áætlanir sínar í myndbandi sem birt var á Youtube. Þar mátti sjá kvenkynsstarfmenn fyrirtækisins lýsa því hvernig það getur verið erfitt að vinna á þeim dögum sem þær eru á blæðingum.

Mjög erfitt hefur verið að opna umræðuna um blæðingar á Indlandi. Litið er á konur á blæðingum sem óhreinar og mega þær ekki koma inn í hof eða elda mat á heimilum sínum. Þá þurfa þær að þvo föt sín aðskilin frá fötum annarra. Þá er því haldið fram að jurtir þorni upp komi þær nálægt þeim.

Þá segir í nýrri rannsókn um blæðingar kvenna á Indlandi að 23% stúlkna í landinu mæti ekki í skólann þegar þær eru á blæðingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK