TM sendir frá sér afkomuviðvörun

Tryggingamiðstöðin gerir ráð fyrir því að hagnaður annars ársfjórðungs fyrir tekjuskatt verði 533 milljónum króna minni en gert var áður ráð fyrir. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun frá félaginu til Kauphallarinnar.

Þar kemur fram að við vinnslu árshlutauppgjörs annars ársfjórðungs hafi komið í ljós að tjónakostnaður félagsins var mun hærri en spáð hafði verið. Stærsta frávikinu veldur óhagstæð þróun eldri slysatjóna. Því er reiknað með að hagnaður fyrir tekjuskatt verði 676 milljónir króna á fjórðungnum í stað 1,209 milljarðar króna sem áður hafði verið spáð og að samsett hlutfall fjórðungsins verði 106% í stað 94%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK