Methagnaður hjá Netflix

AFP

Hlutabréf í efnisveitunni Netflix hækkuðu í gær eftir að fyrirtækið greindi frá því að fjöldi áskrifenda að veitunni væri kominn upp í 104 milljónir. Fyrirtækið sagði fjöldann meiri en búist hafi verið við og merki um að fjárfestingar þess í nýjum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum væru að borga sig.

Netflix hefur framleitt þætti eins og 13 Reasons Why, House of Cards og The Crown sem hafa allir náð miklum vinsældum.

Hlutabréf Netflix hækkuðu um rúm 10% í kauphöllinni í New York eftir að fyrirtækið kynnti afkomu sína fyrir annan ársfjórðung ársins.

Að sögn Netflix bættust 5,2 milljónir áskrifenda við á síðasta ársfjórðungi, flestir utan Bandaríkjanna. Alþjóðlegum áskrifendum hefur fjölgað mjög síðustu misseri og eru nú um helmingur viðskiptavina Netflix.

Tekjur Netflix jukust um 32% á síðasta ársfjórðungi og námu 2,8 milljörðum Bandaríkjadala. Búist er við því að tekjurnar fari upp í þrjá milljarða Bandaríkjadala.

Þá hagnaðist fyrirtækið um 65,6 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur 6,7 milljörðum íslenskra króna og var það aukning um 60% milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK