Tesco leggur niður 1.200 störf

Hlutabréf í Tesco hækkuðu um 1,5% við fregnirnar af uppsögnunum …
Hlutabréf í Tesco hækkuðu um 1,5% við fregnirnar af uppsögnunum en þau hafa lækkað um 17% frá áramótum. AFP

Breska verslunarkeðjan Tesco ætlar að leggja niður 1.200 störf á aðalskrifstofu sinni sem jafngildir fjórðungi allra starfsmanna skrifstofunnar. Aðgerðirnar eru hluti af áætlun fyrirtækisins sem á að skera niður kostnað um 1,5 milljarð punda.

Aðeins í síðustu viku sagðist Tesco ætla að loka þjónustuveri sínu í Cardiff og í kjölfarið leggja niður 1.200 störf. Að sögn Tesco er þetta „mikilvægt næsta skref“ í því að endurskipuleggja reksturinn og að það myndi einfalda skipulag og draga úr kostnaði en einnig „leyfa okkur að fjárfeta í því að þjóna viðskipavinum okkar betur,“ sagði talsmaður í samtali við BBC.

Að sögn Pauline Foulkes, fulltrúa verkalýðsfélags verslunarstarfsmanna hafa margir áhyggjur af uppsögnunum og er búist við fleirum innan tíðar.

Hlutabréf í Tesco hækkuðu um 1,5% við fregnirnar af uppsögnunum en þau hafa lækkað um 17% frá áramótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK