Hlutabréf eiganda Domino's falla

Domino's Pizza Group keypti síðastliðið sumar 49% hlut í Domino's …
Domino's Pizza Group keypti síðastliðið sumar 49% hlut í Domino's á Íslandi sem á 60% hlut í Noregi og Svíþjóð. Kaupverðið var um fjórir milljarðar króna. mixað eftir mynd úr Mbl. 20020505 mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Virði hlutabréfa Domino's í Bretlandi, sem á um helmingshlut í Domino's á Íslandi, hefur lækkað um 38% í kauphöllinni í London frá 8. mars. Domino's hefur meðal annars þurft að mæta aukinni samkeppni frá Pizza Hut með því að lækka verð, auk þess sem vinsældir fyrirtækja á borð við heimsendingarþjónustuna Just Eat fara vaxandi, að því er segir í frétt Financial Times.

Greinendur fjármálafyrirtækisins Investec óttast að draga muni úr framlegð Domino's, sem hafi verið um 40%, vegna þess að það veiti ríflegri afslætti en áður, samkeppni fari vaxandi og þegar það opnar nýja pitsustaði dragi þeir úr sölu annarra staða í eigu keðjunnar. Enn fremur fari verð á hráefni hækkandi.

Domino's Pizza Group keypti síðastliðið sumar 49% hlut í Domino's á Íslandi sem á 60% hlut í Noregi og Svíþjóð. Kaupverðið var um fjórir milljarðar króna. Hluti fjármagnsins fór til hluthafa og hluta var ráðstafað í vöxt og uppbyggingu erlendis. Hluthafar fyrirtækisins voru við viðskiptin EDDA, sjóður sem rekinn er af Virðingu, Birgir Þ. Bieltvedt fjárfestir og eiginkona hans Eygló Björk Kjartansdóttir, Högni Sigurðsson, Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri og fáeinir lykilstjórnendur.

Hinn 9. mars var svo greint frá því að breska félagið myndi yfirtaka eignarhlut Domino‘s á Íslandi í rekstrinum í Skandinavíu, auk þess sem eignarhluturinn í Domino‘s á Íslandi myndi fara í 51%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK