Englandsdrottning fær 78% meiri styrk frá ríkinu

Elísabet Englandsdrottning.
Elísabet Englandsdrottning. AFP

Elísabet Englandsdrottning fær 76,1 milljón punda í fjárveitingar frá ríkinu á þessu ári eða því sem nemur 10,2 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 78% hækkun milli ára en á síðasta ári fékk hún 42,8 milljónir punda frá ríkinu.

Gert er ráð fyrir því að fjárveitingar til drottningarinnar verði í hærra lagi næsta áratuginn þar sem til stendur að Buckingham höll fari í langþráða yfirhalningu. M.a. þarf að endurnýja rafmagn og rör í höllinni sem eru rúmlega 60 ára gömul. Þá verður bætt úr aðgengi ferðamanna en hönnun og útlit hallarinnar, sem inniheldur 775 herbergi verður það sama.

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bretlands á síðasta ári um framkvæmdirnar kom m.a. fram að þær myndu gera höllina og jafnframt listaverkasafn bresku krúnunnar öruggara fyrir eldsvoðum, flóðum og öðrum mögulegum skaða.

Eignir krúnunnar samanstanda af fasteignum, bóndabæjum og strandlengjum sem skapa hundruð milljóna punda í tekjur á hverju ári en stærsti hlutinn fer í fjárhirslu ríkisins. Restin fer aftur til drottningarinnar og fjölskyldu hennar. Drottning notar þann pening í hluti eins og ferðalög, öryggisverði, starfsfólk og viðhald hallanna.  

Alan Reid, fjármálastjóri bresku konungsfjölskyldunnar, benti á í viðtali nýlega að fjárstyrkurinn sem drottningin fékk á síðasta ári upp á 42,8 milljónir punda jafngildi 65 pensum eða því sem nemur 87 íslensku krónum, á hvern íbúa Bretlands.

„Þegar þú hugsar það útfrá þeirri tölu og allt það sem drottningin gerir og þýðir fyrir landið, held ég að þetta sé þess virði,“ sagði hann.

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK