Krónan getur hæglega styrkst meira

Greiningardeildin telur líkurnar á því að krónan verði veikari eftir …
Greiningardeildin telur líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár vera meiri en líkurnar á að hún verði sterkari. mbl.is/Ómar Óskarsson

Krónan er líklega ekki að fara að veikjast á næstunni og getur hæglega styrkst enn meira. Hagkerfið mun þó til lengdar ekki ráða við núverandi raungengi án þess að eitthvað láti undan. Þetta kemur fram í greiningu Greiningardeildar Arion banka þar sem farið er yfir ástæður þess að krónan sé orðin of sterk.

Greiningardeildin telur þó líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár vera meiri en líkurnar á að hún verði sterkari.

Verðlag 21% hærra en í Noregi

Fyrsta ástæðan sem nefnd er í greiningunni fyrir því hversu sterk krónan er sú að Ísland er að mat deildarinnar að líkindum dýrasta land í heimi. Bent er á að verðlag á vörum og þjónustu í erlendri mynt er sérlega hátt hér um þessar mundir sökum sterkari krónu og að  verðlag á Íslandi, fyrir utan húsnæðisverð, sé um 21% hærra en í Noregi

Þá er verðlagið sem ferðamenn standa frammi fyrir er hlutfallslega mjög hátt en gisting og veitingar eru 29% dýrari hér en í Noregi sem er algjör viðsnúningur fyrir tilstilli gengisbreytinga.

Greiningardeildin bendir á að laun á Íslandi séu með því …
Greiningardeildin bendir á að laun á Íslandi séu með því allra hæsta sem gerist. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Há laun en framleiðni við meðaltal

Þá bendir greiningardeildin á aðra ástæðu, þ.e. að laun á Íslandi séu með því allra hæsta sem gerist. 

„Aftur á móti er framleiðni vinnuafls hér við meðaltal OECD. Þetta rýrir samkeppnisstöðu þjóðarbúsins,“ segir í greiningunni og er bætt við að gengisstyrkingin þýðir að laun hafa meira en tvöfaldast í erlendri mynt frá 2009 og að laun á Íslandi virðast almennt vera orðin nokkuð hærri en á Norðurlöndunum

Þá er bent á að lágmarkslaun hér á landi eru einnig með því allra hæsta sem gerist og að með hærri launum fylgir hærri launakostnaður fyrir fyrirtæki.

„Þrátt fyrir þessi háu laun í erlendri mynt er framleiðni, þegar leiðrétt hefur verið fyrir mismunandi verðlagi milli landa, fremur lítil hér á landi,“ segir í greiningunni en framleiðni vinnuafls á Íslandi er lægri en í ESB að meðaltali og að jafnaði fylgir hátt raungengi meiri framleiðni.

„Útlit er fyrir að afkoma í sjávarútvegi verði sú lakasta …
„Útlit er fyrir að afkoma í sjávarútvegi verði sú lakasta í langan tíma,“ segir í greiningunni. „Óvissan er mikil og breytileikinn milli fyrirtækja enn meiri, en líkur eru á að næstu ár verði erfið fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki.'' mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Útlit fyrir slaka afkomu í sjávarútvegi

Þá er önnur ástæða að mati deildarinnar það að afkoma í útflutningsgreinum fer hratt versnandi.

„Útflutningsgreinar standa frammi fyrir verðhjöðnun tekjumegin en verbólgu gjaldamegin,“ segir í greiningunni og bent á gögn sem sýna að engin sjávarútvegsfyrirtæki segja að EBITDA hafi aukist sl. 6 mánuði og fleiri ferðaþjónustufyrirtæki segja að afkoman hafi versnað heldur en þau sem segja að hún hafi batnað.

„Útlit er fyrir að afkoma í sjávarútvegi verði sú lakasta í langan tíma,“ segir í greiningunni. „Óvissan er mikil og breytileikinn milli fyrirtækja enn meiri, en líkur eru á að næstu ár verði erfið fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki,“ segir í greiningunni og bent á að það gæti kallað á talsverða hagræðingu á ýmsum sviðum greinarinnar.

Greininguna í heild má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK