Hefur grætt 1.000 milljarða frá áramótum

Hui hefur grætt á kínverska fasteignamarkaðinum.
Hui hefur grætt á kínverska fasteignamarkaðinum. AFP

Kínverski fjárfestirinn Hui Ka Yan hefur heldur betur notið velgengni síðustu mánuði. Hui er stjórnarmaður í kínverska fasteignaþróunarfélaginu China Evergrande en hlutabréf í félaginu hafa þrefaldast í verði frá áramótum og hækkuðu um 23% í kauphöllinni í Hong Kong í dag.

Hui er metinn á 21,3 milljarða Bandaríkjadali og hafa eignir hans aukist um rúma 10 milljarða Bandaríkjadala frá áramótum eða því sem nemur þúsund milljörðum íslenskra króna.

Hui á 72% hlut í China Evergrande en er einnig duglegur að fjárfesta í öðrum félögum og eru þær eignir metnar á um 3 milljarða Bandaríkjadala.

Samkvæmt frétt CNN hefur Evergrande það fram yfir mörg önnur félög í fasteignabransanum í Kína að þau kjósa að byggja í minni borgum landsins. Reyndar hefur gengið vel á fasteignamarkaðinum í landinu yfir höfuð.

Fjölmargir hafa þó gagnrýnt Evergrande og segjast efast um sjálfbærni félagsins. Félagið skuldaði næstum því 50 milljarða Bandaríkjadali í lok síðasta árs og tvöfölduðust skuldir félagsins á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK