Rekstrartekjur jukust um 29,7%

Rekstrartekjur Eimskips á fyrsta ársfjórðungi 2017 jukust um 29,7% samanborið við sama tímabil í fyrra og námu 146,9 milljónum evra samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Fram kemur að 18,2% af vextinum séu vegna nýrra fyrirtækja í samstæðunni og 11,5% vegna innri vaxtar í flutningsmagni og hækkandi verðs á alþjóðaflutningamarkaði.

„Sjómannaverkfallið, sem stóð yfir frá 15. desember 2016 til 19. febrúar 2017, hafði neikvæð áhrif á flutt magn af fiski og tengdri þjónustu. EBITDA nam 9,3 milljónum evra samanborið við 9,6 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Neikvæð áhrif verkfallsins á EBITDA námu 1,5 milljónum evra. Stjórnvaldssekt Fjármálaeftirlitsins að fjárhæð 0,4 milljónir evra, sem Eimskip er ósammála og mun vísa til dómstóla, var gjaldfærð á fjórðungnum og kostnaður tengdur kaupum á nýjum fyrirtækjum nam 0,4 milljónum evra. Að teknu tilliti til þessara einskiptisliða nam aðlöguð EBITDA 11,6 milljónum evra og hækkaði um 20,5% á milli ára.“

Tekjur af áætlunarsiglingum félagsins námu 92,1 milljón evra á fjórðungnum samkvæmt tilkynningunni og hækkuðu um 8,9 milljónir evra eða 10,7%. „Magn í áætlunarsiglingum jókst um 3,0% samanborið við sama tímabil í fyrra. Rekstur flutningsmiðlunar gekk vel, en magn jókst um 28,9% og tekjur námu 54,8 milljónum evra og hækkuðu um 24,8 milljónir evra eða 82,6%. Ný félög í samstæðunni skýra 69,4% af tekjuvextinum en 13,2% koma frá annarri flutningsmiðlunarstarfsemi. EBITDA af flutningsmiðlun hækkaði um 113,1%, en 79,6% voru vegna nýrra fyrirtækja og 33,5% vegna innri vaxtar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK