Hildur Hörn stýrir mannauðsmálum Alvotech

Hildur Hörn Daðadóttir er nýr framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alvotech.
Hildur Hörn Daðadóttir er nýr framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alvotech. Mynd/Alvotech

Hildur Hörn Daðadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alvotech. Hildur Hörn mun leiða stefnumótun, þróun og framkvæmd mannauðsmála ásamt verkefnum sem miða að því að samræma og efla fyrirtækjamenningu Alvotech-samstæðunnar.

Hildur Hörn hefur starfað hjá Arion banka undanfarin 10 ár og lauk hún MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003.

Alvotech er systurfyrirtæki Alvogen með starfsstöðvar í nýju hátæknisetri innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Hjá Alvotech starfa nú yfir 200 vísindamenn að þróun og framleiðslu nýrra líftæknilyfja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK