Öllum Kiwi-búðum lokað

Verslunum Kiwi í Danmörku verður lokað.
Verslunum Kiwi í Danmörku verður lokað.

Öllum verslunum Kiwi í Danmörku verður lokað á næstu mánuðum en þær eru 103 talsins víðs vegar um landið. Kiwi er í eigu félagsins Dagrofa sem einnig rekur Spar og Meny. Rekstur Kiwi hefur gengið brösulega á síðustu árum.

Í tilkynningu frá Dagrofa segir að þrjátíu verslunum Kiwi verði breytt í Spar eða Meny verslanir en öðrum verður lokað á næstu mánuðum.

Þetta mun hafa áhrif á 2.400 starfsmenn. Um 1.600 verður sagt upp en 800 starfsmenn verða færðir til innan keðjunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK