Íslandshótel endurskoða framkvæmdir

Íslandshótel mun þurfa að fresta framkvæmdum að sögn framkvæmdastjóra.
Íslandshótel mun þurfa að fresta framkvæmdum að sögn framkvæmdastjóra. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir að fyrirtækið muni fresta hóteluppbyggingu í höfuðborginni komi til hækkana á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna og hótelstjóri Reykjavík Marina telur að með tvöföldun virðisaukaskatts muni reksturinn þyngjast.

Þetta kemur fram í frétt RÚV. Íslandshótel reka 18 hótel um allt land og í samtali við RÚV segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, félagið muni þurfa að endurskoða eða fresta framkvæmdum fyrirtækisins á Blómavalsreitnum, við stækkun Grand Hótels í Reykjavík, opnun á nýju hóteli í Lækjargötu og hótel í Sjallanum á Akureyri. Allar þessar framkvæmdir eiga að hefjast á þessu ári.

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna hækkaður í 24% 1. júlí.

Þá athugaði Túristi hvort fyrirhugaðar skattabreytingar myndu hafa einhver áhrif á áætlanir fyrirtækisins við Hörpu en talsmenn hótelsins vildu ekki tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK