Heineken grípur bolta Pepsi

Meðal þeirra er koma saman er yfirlýstur femínisti og maður …
Meðal þeirra er koma saman er yfirlýstur femínisti og maður er lýsir sér sem öfgahægrimanni sem gefur lítið fyrir femínisma. Skjáskot

Bjórframleiðandinn Heineken hefur gripið boltann sem Pepsi missti og birt auglýsingu er snertir á fordómum, sundrungu og sáttum. Þar að auki þykir hún vel heppnuð ólíkt auglýsingu Pepsi er reyndi að nálgast sömu álitamál með lélegum árangri. Auglýsing Pepsi var að lokum tekin úr birtingu og þurfti fyrirtækið að biðjast afsökunar en auglýsing Heineken hefur aftur á móti vakið afar góð viðbrögð.

Auglýsing Heineken nefnist „World's Apart“ og er fjögurra og hálfrar mínútu myndband af tilraun. Þar er ókunnugum einstaklingum á andstæðum pólum um ýmis málefni komið saman. Eiga þau að fylgja leiðbeiningum og kynnast stuttlega áður en athygli er vakin á skoðanamuninum. Hafa þau að lokum val um að yfirgefa herbergið eða setjast niður með bjór og hlusta á sjónarmið hvert annars. Auglýsingastofan Agency Publicis London stendur að baki auglýsingunni.

Heineken er fyrsta fyrirtækið sem grípur boltann eftir auglýsingu Pepsi en margir höfðu spáð því að Coca-Cola yrði fyrst til að nýta sér tækifærið.

Frétt Fast Company um auglýsingu Heineken

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK