Fengu styrk úr Framfarasjóði SI

Á myndinni eru talið frá vinstri: Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, …
Á myndinni eru talið frá vinstri: Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, Þór Pálsson, aðstoðarskólameistari Tækniskólans, Halldór Hauksson, áfangastjóri Tækniskólans, Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri Sæplasts og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, afhentu tvo styrki úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins fyrr í dag.

Annars vegar er um að ræða fimm milljóna króna styrk sem fer til verkefnis um þróun rafrænna ferilbóka sem unnið verður af Tækniskólanum í samstarfi við aðra framhaldsskóla, Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins, Menntamálastofnun og Advania. Verkefnið á að stuðla að miklum framförum í öllu námi sem tengist iðn-, tækni- og verkgreinum.

Hins vegar er um að ræða tveggja milljóna króna styrk til að þróa og yfirfæra hæfniramma innan framleiðslufyrirtækja í Eyjafirði sem unnið verður af Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar-SÍMEY, Sæplasti, Ferrozink, Norðlenska og Becromal Ísland.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, segir mikilvægt að hvatt sé til nýjunga sem ýti undir framfarir fyrir iðnaðinn hér á landi.  „Samtök iðnaðarins taka þátt í fjölmörgum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla atvinnulífið. Framfarasjóðurinn gefur okkur tækifæri til að stuðla að nýjungum svo iðnaðurinn blómstri. Verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni hafa möguleika á að ná breiðri skírskotun og falla því vel að markmiðum sjóðsins,“ er haft eftir Guðrúnu í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK