Kaup Basko á Kvosinni hindra ekki virka samkeppni

Kvosin ehf. rekur verslun við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur.
Kvosin ehf. rekur verslun við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna kaupa Basko ehf. á Kvosinni ehf. þar sem stofnunin telur engar vísbendingar um að kaupin hindri virka samkeppni.  Basko rekur verslanir 10-11 og Iceland en Kvosin er matvöruverslun sem stendur við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur.

Samkeppniseftirlitinu barst bréf vegna kaupanna í síðasta mánuði. Rannsókn embættisins leiddi í ljós að ekki væri ástæða til þess að ætla að kaupinn geti verið grundvöllur samkeppnisbresta og að mati Samkeppniseftirlitsins er ekki ástæða til að ætla að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

Í tilkynningu frá Basko kemur fram að seljendur séu þeir Kjartan Örn Sigurðsson og Guðmundur Gíslason.

„Kaupin á Kvosinni er liður í að styrkja félagið enn frekar miðsvæðis þar sem vöxtur hefur verið mikill undanfarin ár með fjölgun ferðamanna og hótela.  Við erum virkilega ánægð með að Kvosin sé orðin hluti af eignasafni Basko,“ er haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra og hluthafa í Basko ehf. í tilkynningunni. 

„Kvosin opnaði árið 2009 í Aðalstræti og hafa núverandi eigendur rekið hana frá árinu 2012. Við göngum sáttir frá borði og erum viss um nýir eigendur muni halda áfram að veita viðskiptavinum verslunarinnar framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Kjartani Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Kvosarinnar.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að markaðshlutdeild 10-11 og Iceland á dagvörumarkaði hafi verið 5-10% á höfuðborgarsvæðinu m.v. fyrri helming ársins 2016 og allt árið 2015.

Hlutdeild Kvosarinnar á þessum markaði er óveruleg og því ljóst að yfirtakan mun ekki leiða til röskunar á samkeppni,” segir í ákvörðunninni og bent á að hlutdeild Haga á sama markaði sé um 50-55% á höfuðborgarsvæðinu, hlutdeild Kaupáss 20-25% og hlutdeild Samkaupa 5-10%. 

„Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að aukning samþjöppunar vegna þessara viðskipta á dagvörumarkaðnum er óveruleg og er hlutdeild samrunaaðila verulega undir þeim mörkum að ástæða sé til þess að ætla að samkeppnisbrestir fylgi þeim samruna sem hér um ræðir,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK