Jimmy Choo leitar að mögulegum kaupendum

Sölutekjur Jimmy Choo jukust um 2% í fyrra miðað við …
Sölutekjur Jimmy Choo jukust um 2% í fyrra miðað við 7% árið 2015 og 12% árið 2014. Af heimasíðu Jimmy Choo

Lúxusskóframleiðandinn Jimmy Choo leitar nú mögulegra tilboða í reksturinn en fyrirtækið er metið á 700 milljónir punda eða því sem nemur 98 milljörðum íslenskra króna.

Sala á Jimmy Choo hefur farið minnkandi síðustu ár en meðal þekktra aðdáenda skóframleiðandans eru Jennifer Lopez, Beyoncé, Emma Stone og hertogaynjan af Cambridge.

Helsti eigandi Jimmy Choo er fjárfestingafélagið JAB Holdings sem á einnig stóran hlut í Krispy Kreme og lúxusfyrirtækinu Coty.

Í tilkynningu frá stjórn Jimmy Choo kemur fram að ákveðið hafi verið að koma af stað yfirferð á þeim möguleikum í stöðunni fyrir fyrirtækið til þess að hámarka gildi þess fyrir hluthafa og að sækjast eftir tilboðum í félagið. Félagið JAB Luxury, sem á 68% hlut í Jimmy Choo sagði þó í tilkynningu að það væri engan veginn öruggt að sala myndi fara fram.

Sölutekjur Jimmy Choo jukust um 2% í fyrra miðað við 7% árið 2015 og 12% árið 2014.

Fyrirtækið rekur rúmlega 150 verslanir um allan heim og var það skráð í bresku kauphöllina árið 2014. Þegar að fregnir af mögulegri sölu bárust hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um 8%.

Þau hafa reyndar aukist um 30% á árinu, aðallega vegna lægra punds og aukinnar sölu í Asíu.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK