Hálfur milljarður notar LinkedIn

Microsoft keypti LinkedIn á síðasta ári.
Microsoft keypti LinkedIn á síðasta ári. AFP

Samfélagsmiðillinn LinkedIn greindi frá því í dag að fjöldi meðlima væri kominn upp í hálfan milljarð og hafa þeir aldrei verið fleiri. Samkvæmt frétt AFP hefur notendahópurinn stækkað töluvert eftir að miðillinn var keyptur af Microsoft í fyrra.

Varaforseti LinkedIn, Aatif Awan, greindi frá þessu í bloggfærslu í dag. Sagði hann meðlimina koma frá 200 löndum og notfæra þeir sér LinkedIn til þess að tengjast fólki í sínum geira og skapa með því tækifæri.

Microsoft borgaði 26 milljarða Bandaríkjadala fyrir LinkedIn en gengið var frá kaupunum í desember. Um var að ræða stærstu kaup á samfélagsmiðli í sögunni. Þá voru notendur LinkedIn 433 milljónir talsins en hefur nú fjölgað um 67 milljónir síðan þá.

Helsti tilgangur LinkedIn er að aðstoða fólk í atvinnuleit. Awan segir að 10 milljónir atvinnuauglýsinga séu nú á LinkedIn og rúmlega 100.000 greinar eru birtar þar í hverri viku.

„Svona stórt samfélag fagmanna hefur aldrei verið til fyrr en nú,“ skrifaði hann. „Áhrif hálfs milljarðs fagmanna sem tengjast og eiga í samskiptin eru raunveruleg og mjög aðgengileg fyrri þá sem vilja taka þátt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK