Fer vel af stað á Ion

Stefán með urriða í Þorsteinsvíkinni í morgun.
Stefán með urriða í Þorsteinsvíkinni í morgun. ion

Veiði fer mjög vel af stað á svokölluðu Ion-svæði á Þingvöllum samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Kristjánssyni leiðsögumanni. Veiði hófst á mánudaginn og var fyrsti dagurinn heldur rólegur en síðan hafi verið góð veiði og með þeirri betri sem hann muni eftir svo snemma á tímabilinu.

Um er að ræða veiðisvæði skammt frá Nesjavöllum sem skiptast í tvö tveggja stanga veiðisvæði, Þorsteinsvík og Ölfusvatnsós.  

Stefán sagði að þrátt fyrir hálfgert skítaveður og mjög hvassa austanátt hefðu 52 fiskar komið á land í dag á stangirnar fjórar og þar af 42 úr Þorsteinsvíkinni. Veiðin í Ölfusvatnsósi hefði verið fremur róleg miðað við oft áður. Skýringin væri sú að haft væri í ósnum sem gerði það að verkum að áin leitar út í vatnið beggja vegna. Við þær aðstæður væri veiðin oftast minni en þegar áin kæmi í einni bunu og af meiri krafti út í vatnið. Þetta kæmi þó til með að lagast næst þegar áin færi í flóð í næstu rigningartíð. 

Stærstu fiskarnir væru upp í 82 cm, en mikið væri af 74 til 76 cm fiskum sem væru um og yfir 5 kíló að þyngd. 

Fallegur urriði á land úr Þorsteinsvík fyrr í dag.
Fallegur urriði á land úr Þorsteinsvík fyrr í dag. ion
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert