Kynna nýtt svæði við Þingvallavatn

Urriði við Kaldárhöfða.
Urriði við Kaldárhöfða. Fish Partner

Ferðaþjónustufyrirtækið Fish Partner, sem sérhæfir sig í veiðiferðum fyrir erlenda og innlenda veiðimenn, bætti nýverið við nýjum veiðisvæðum við Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. 

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Kaldárhöfði við Þingvallavatn og Úlfljótsvatn séu nýjasta svæðið í flóru félagsins. 

„Um er að ræða fjölbreytt svæði sem er fornfrægt stórurriðasvæði og mjög sterkt bleikjusvæði. Kaldárhöfði er syðsta veiðisvæðið í Þingvallavatni og nyrsta svæðið í Úlfljótsvatni. Svæðið nær frá Sprænutanga í Þingvallavatni í norðri og að landamörkum við Efri-Brú við Úlfljótsvatn í suðri.  

Svæðið á sér langa veiðisögu og var sennilega besta urriðasvæði í Þingvallavatni fyrir tíma virkjana í Sogi. Með vaxandi veiði á urriða í vatninu verður spennandi að fylgjast með veiðinni á Kaldárhöfða á næstunni. 

Hluti svæðisins er í Úlfljótsvatni og er það svæði bæði þekkt fyrir stóra urriða og nóg af bleikju. Urriðaveiðin er einkum góð nyrst í vatninu og út af hólmanum en bleikjuveiðin er góð á öllu svæðinu.“

Fish Partner
Fish Partner
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert