Elliðavatn opnar á sumardaginn fyrsta

Við Elliðavatn.
Við Elliðavatn. Veidikortid

Veiði hefst í Elliðavatn á næstkomandi fimmtudag, á sumardaginn fyrsta samkvæmt tilkynningu frá Veiðikortinu

Í tilkynningunni segir eftirfarandi: „Elliðavatn sem er á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs er eitt vinsælasta silungsveiðivatn á Íslandi. Þangað leggja leið sína þúsundir veiðimanna á öllum aldri og þar stíga sumir sín fyrstu skref í áttina að fangi veiðigyðjunnar. Aðrir eru komnir á lokasprettinn en eru samt ævinlega viljugir til að heimsækja Elliðavatnið ár eftir ár enda er aðdráttarafl vatnsins ómótstæðilegt þeim sem komast í kynni við leyndardóma þess." 

Veiðisvæðið er fyrir löndum Elliðavatns og Vatnsenda, auk Hólmsár og Nátthagavatns, þaðan sem Hólmsá rennur. Óheimilt er að veiða í Suðurá. Ekki má veiða nær Elliðavatnsstíflu en 50 metra. Bleikjan var lengi ríkjandi í vatninu en síðasta áratug hefur urriðinn mikið sótt í sig veðrið og er nú að verða algengasta fiskitegundin í vatninu.

Urriðinn í vatninu hefur verið að stækka síðustu árin og síðasta sumar veiddust þar allt upp í sex punda urriðar. Bestu líkurnar til að veiða urriða eru seint á kvöldin og fyrripart dags samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum Veiðikortsins. Þegar kemur fram á sumarið gengur lax og sjóbirtingur í vatnið úr Elliðaánum og upp í Hólmsá. 

Veiðikortið kveðst vera stoltur leigutaki og umsjónaraðili vatnsins og býður veiðimenn á öllum aldri hjartanlega velkoma til veiða í Elliðavatni í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert