Þekkt veiðikona til liðs við Hreggnasa

Katka Svargrova með fallega veiði.
Katka Svargrova með fallega veiði. Hreggnasi

Fram kemur í tilkynningu frá Veiðifélaginu Hreggnasa að þar hafi verið ráðin inn þekkt tékknesk veiðikona sem bætist við breiðan hóp leiðsögumanna fyrirtækisins í sumar. 

Innan fyrirtækisins starfar hópur fólks sem hefur mikinn áhuga á stangaveiði og útivist og hefur félagið margar af bestu laxveiðiám landsins á sínum snærum. Í sumar mun Katka Svargrova frá Tékklandi bætast í hópinn og verður á bökkum vatnasvæða félagsins veiðimönnum til aðstoðar. Hún hefur mikla reynslu af fluguveiði víða um heim og hefur meðal annars orðið fimmfaldur Tékklandsmeistara í fluguveiðum.

Þá kemur að auki fram að félagið hyggist bjóða upp á sérstakt námskeið um veiðar andstreymis með púpum og þurrflugum sem Katka muna stýra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert