Fimm tilboð bárust í Hítará

Við Langadrátt í Hítará.
Við Langadrátt í Hítará. svfr

Óskað var eftir tilboðum í Hítará á Mýrum á dögunum og bárust fimm tilboð í ána að sögn Ólafs Sigvaldasonar, formanns veiðifélags árinnar.

Rann tilboðsfrestur út síðastliðinn fimmtudag og voru tilboðin opnuð af veiðifélaginu síðdegis í gær og í ljós kom að fimm aðilar sendu inn tilboð. Að sögn Ólafs var fyrirtækið Salmon fishing Iceland með hæsta tilboðið, upp á rúmar 60 milljónir króna á ári. Önnur tilboð voru með lægri krónutölu en ýmislegt annað hangir þar á spýtunni eins og framlag til viðhalds eða hlutdeild í tekjum eftir þóknun leigutaka. 

Ólafur sagði að veiðifélagið myndi taka sér einhvern frest til að fara nánar yfir öll þess atriði áður en endanleg ákvörðun verður tekin. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert