Hítará í útboð

Veitt fyrir neðan Kattarfoss í Hítará.
Veitt fyrir neðan Kattarfoss í Hítará. Matt Harris

Fram kemur inn á vef Landssamband veiðifélaga að Veiðifélag Hítarár á Mýrum hafi ákveðið að auglýsa eftir tilboðum í veiðirétt vatnasvæðinu.

Stangveiðifélag Reykjavíkur hefur verið með ána á leigu um langa hríð. Meðalveiði síðustu ára hefur verið um 690 laxar, en sumarið 2008 var þar metveiði þegar 1298 laxar veiddust þar.

Fram kemur að tilboðið nái til Hítarár, Hítarvatns og hliðaránna Grjótá og Tálma. Útboðsgögn eru hjá umsjónarmanni útboðsins, Ólafi Sigvaldasyni, formanni veiðifélags Hítarár,  Brúarhrauni, 311 Borgarnesi.  Sími; 661 9860  Tölvupóstur; oli@emax.isog verða þau afhent í tölvupósti  gegn  skilagjaldi.

Frestur til að skila tilboði rennur út fimmtudaginn 12. apríl  2018, klukkan 12:00. Tilboðin verða opnuð opnuð í hinu fræga veiðihúsi félagsins að Lundi, laugadaginn 14. apríl 2018 klukkan 14:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert