Iron Fly á Íslandi

Fram kemur í tilkynningu frá veiðiþjónustufyrirtækinu Fishpartners að svokölluð Iron Fly-fluguhnýtingarkeppni verði haldin samhliða Íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fer í Háskólabíó þann 21. mars.

Um er að ræða óhefðbundna fluguhnýtingakeppni frá Bandaríkjunum sem á engan sinn líka og er tilgangur keppninnar að skemmta sér og að leiða nýtt fólk inn í sportið. Þetta er fyrsta keppni Iron Fly hér á landi og er keppnin fyrir fluguhnýtara á öllum getustigum, jafnt byrjendur og lengra komna.

Sagt er að viss leynd ríki yfir keppninni og reglum hennar, en sagt er að um verði að ræða mikla skemmtun bæði fyrir áhorfendur og keppendur. Skráning keppenda er hafin á info@iffs.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert