Vilja fá að kjósa um fiskeldi

Laxeldi í sjókvíum.
Laxeldi í sjókvíum. mbl.is/RAX

Fram kemur í frétt á vef Austurfrétta að nýrri stjórn íbúasamtaka Fáskrúðsfjarðar hefur verið falið að reyna að koma á kosningu á meðal íbúa til að fá fram hug þeirra til fiskeldis í firðinum. Munu margir íbúar á svæðinu hafa áhyggjur af mengun í firðinum sem kæmi frá eldinu en talsmenn fyrirtækjanna segja rannsóknir sýna að hana þurfi ekki að óttast.

Þessi ályktunin var samþykkt á aðalfundi íbúasamtakanna fyrir viku síðan en hann var helgaður áformum um fiskeldi í firðinum. Áætlanir eru uppi um allt að 15 þúsund tonna eldi á vegum Laxa fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða í firðinum. 

Fram kemur að áform um fiskeldi hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal heimamanna og margir fundargestir hafi látið heyra duglega í sér á fundinum. Áhyggjurnar virðast að mestu snúast um mengun frá eldinu reiknað hafi verið út að jafngildi mengun frá 60 til 120 þúsund manna byggð.

Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna sögðu að gera yrði greinarmun á skólpmengun frá mannfólki og úrgangi fiska sem væri í raun næringarefni fyrir sjóinn og væri mest um að ræða fosfór, nitur og köfnunarefni.

Þá sagði Gunnar Steinn Gunnarsson frá Löxum fiskeldi eiga erfitt með að skilja umræðuna um mengun þar talað væri um lífræna mengun úr fiskifóðri sem hættulega vöru. Hann greindi að auki frá niðurstöðum rannsóknar frá Noregi frá árinu 2015 þar sem tveir norskir firðir voru rannsakaðir fyrir og eftir að fiskeldi hófst þar og reyndist enginn mælanlegur munur þar á.

Til máls tók Óttar Ingvarsson, lögfræðingur sem starfað hefur fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og ný samtök, Laxinn lifi, sem stofnuð voru til verndar villta íslenska laxastofninum. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir andvaraleysi og að farið hefði verið á svig við reglur við útgáfu starfsleyfa.

Óttari var vísað úr pontu í þriðju tilraun, báðir fundarstjórar höfðu þá tvisvar áður bent honum á að sem fyrirspyrjandi gæti hann ekki haldið langa einræðu sem þá þegar hefði valdið því að salurinn hefði nánast tæmst en hann hundsaði ábendingar þeirra. Óttar svaraði því að honum hefði verið boðið á fundinn sem málsvara þeirra sem vildu vernda villta laxinn.

Fleiri fundargestum var mikið niðri fyrir og drógu margir yfirlýsingar fiskeldisfyrirtækjanna um öryggi kvíanna í efa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert