Íslenska fluguveiðisýningin

iffs.is

Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum Íslensku fluguveiðisýningarinnar að hún muni fara fram þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói.

Íslenska fluguveiðisýningin er sjálfseignarstofnun og verður öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju.

Önnur markmið Íslensku fluguveiðisýningarinnar eru að stuðla að vandaðri umræðu og fræðslu um verndun villtra ferskvatnsstofna og að efla samfélag fluguveiðimanna hér á landi.

Sýningin fer fram í anddyri Háskólabíós frá klukkan 15 til 23 og meðal efnis verður:
- Kynningarbásar fyrir vörur og þjónustu.
- Málstofa um sjókvíaeldi.
- Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum.
- Fluguhnýtarar sýna listir sínar.
- Fluguhnýtingakeppni.
- IF4 kvikmyndahátíðin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert