Stefnir í rússneska kosningu formanns SVFR

Verðandi formaður SVFR með stórlax úr Laxá í Aðaldal.
Verðandi formaður SVFR með stórlax úr Laxá í Aðaldal. FB

Á laugardaginn rann út framboðsfrestur til stjórnarkjörs og kosningar formanns hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Aðeins einn sóttist eftir stöðu formanns og verður hann því væntanlega sjálfkjörinn.

Allt útlit er því fyrir að Jón Þór Ólason, lögfræðingur og lektor í refsirétti við Háskóla Íslands, verði næsti formaður Stangveiðifélagsins og setjist í stól Árna Friðleifssonar sem gegnt hefur embættinu síðustu fjögur ár.

Hins vegar bjóða fimm einstaklingar sig fram til setu í þrjú laus sæti í stjórn félagins. Það eru Júlíus Bjarnason, Hrannar Pétursson, Hörður Birgir Hafsteinsson, Lilja Bjarnadóttir og Rögnvaldur Örn Jónsson.

Opnað verður fyrir utankjörfundaratkvæði á skrifstofu félagsins mánudaginn 19. febrúar og verður opið alla vikuna fyrir aðalfundinn sem verður haldinn 24. febrúar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert