Nýr formaður Skotvís

Skotvís

Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands (Skotvís) var haldinn í gær og var Áki Ármann Jónsson kosinn nýr formaður félagsins. Áki Ármann er líffræðingur að mennt og var veiðistjóri frá 1998 til 2003 og síðar sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun 2003-2017.

Indriði R. Grétarsson, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 6 ára stjórnarsetu, þar af 1 ár sem formaður. Í nýrri stjórn sitja nú, auk Áka Ármanns, Jón Víðir Hauksson sem kjörinn var í embætti varaformanns, Jón Þór Víglundsson, Nanna Traustadóttir, Einar Haraldsson, Emil Birgir Hallgrímsson og Sigurbjörn Snjólfsson.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Skotvís að nýrrar stjórnar bíði fjölmörg krefjandi verkefni, þar sem stofnun Miðhálendisþjóðgarðs ber hvað hæst, breytingar á veiðistjórnun og vopnalögum. Nýkjörin stjórn félagsins mun halda áfram að leggja áherslu á hagsmunamál skotveiðimanna í góðri samvinnu við önnur útivistar- og náttúruverndarsamtök og stjórnvöld.

Nýr formaður, Áki Ármann, sagði í lok aðalfundarins að það væri ánægjulegt að sjá að félagsmönnum fjölgaði á síðasta ári og muni ný stjórn halda áfram að byggja upp innviði félagsins á fertugasta starfsári þess sem verði öllum skotveiðimönnum landsins til heilla.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert