Gott stórlaxahlutfall í Laxá í Dölum

Frá Þegjanda í Laxá í Dölum.
Frá Þegjanda í Laxá í Dölum. Hallgrímur H. Gunnarsson

Á vefsíðum veiðifélagsins Hreggnasa, sem annast leigu á Laxá í Dölum, er að finna áhugaverða samantekt á veiðinni þar síðastliðið sumar þar sem hlutfall stórlaxa var sérstaklega áberandi.

Fram kemur að veiðin var ágæt í Laxá síðastliðið sumar þó svo að ekki hafi verið sama mokveiðin og árin tvö þar á undan. Hlutfall stórlaxa var áberandi og af þeim 871 laxi sem veiddist á fjórar til sex stangir sumarið 2017 var stærðaskiptingin með eftirfarandi hætti:

  • <70 cm: 543 laxar
  • 70-79 cm: 151 lax
  • 80-89 cm: 143 laxar
  • 90-99 cm: 31 lax
  • 100 cm+: 3 laxar

Samkvæmt þessum tölum er fjöldi stórlaxa 328 laxar, en hlutur smálaxa 543 laxar. Þetta hlutfall er í samræmi við þær breytingar sem átt hafa sér stað í Laxá undanfarin þrjú ár og telja leigutakar ljóst að áin er að setja sig á stall með hvað hæsta hlutfall stórlaxa sem sést í laxveiðiá á Vesturlandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert